Í tilefni af því að í dag er eitt ár síðan við opnuðum netverslunina okkar, Fangaverk.is langar okkur að bjóða ykkur uppá innlit í máli og myndum í járnsmiðjuna okkar 🎈
Járnsmiðjan staðsett á Litla Hrauni en þar eru verkefnin fjölbreytt, þessa dagana er t.d verið að smíða hliðarramma úr rörum fyrir hestagerði.
Einnig má nefna verkefni eins og kertastjakana vinsælu og járnbakkanna ofl sem er i sölu hjá okkur,
Matarstand fyrir hunda, skógrindur og enn fleira spennandi á leiðinni.
Þá hafa þau verið að taka að sér að gera við kerrur og jafnvel einfaldar viðgerðir á landbúnarðartækjum. Ásamt því að sinna ýmisskonar viðhaldi fyrir fangelsin.
Þar sem plássið í járnsmiðjunni er gott er tilvalið að nýta hana einnig undir önnur verkefni en þar hefur einnig verið unnið fyrir Vegagerðina þar sem er verið að þrífa upp stikur og setja ný glitmerki. Setja límmiða á brúsa og flokka og stafla mjólkurbökkum svo dæmi séu nefnd.
Verkefnum er tekið með opnum hug og má endilega senda línu ef þú hefur einhver verkefni sem vantar aðstoð við.
Við spurðum strákana hvað þeim þótti um starfið og svarið var að þeim þyki andrúmsloftið gott, þetta stytti daginn og haldi þeim í rútínu. Þeir öðlist heilmikla reynslu sem þeir geta nýtt sér eftir að afplánun líkur.
Við þökkum Guðmundi Friðmari verkstjóra fyrir að taka á móti okkur 👏🏻